
Jón Steingrímsson
Cand Oecon próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfsréttindapróf í Verðbréfamiðlun frá HÍ.
Jón Steingrímsson hefur víðtæka reynslu í ráðgjafastörfum, stjórnarstörfum, tímabundinni verkefnastjórn og daglegum rekstri fyrirtækja í ýmsum starfsgreinum.
- Fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri Plastprents hf. 1984 – 1989.
- Rekstur eigin ráðgjafa- og fjárfestingafyrirtækis, Árstíðirnar ehf., 1989 – 2004.
- Farandstjórnun (tímabundin stjórnun á rekstri fyrirtækja eða á afmörkuðum þáttum í starfsemi þeirra s.s. með stjórnarsetu, framkvæmda- eða verkefnastjórn).
- Stjórnunar- og fjármálaráðgjöf.
- Aðstoð við kaup, sölu og sameiningu fyrirtækja.
- Framkvæmdastjóri PriceWaterhouseCoopers ehf. 2004 – 2006.
- Fjármálastjórn og sérverkefni á fjármálasviði hjá Sjóvá og Glitni 2006-2008.
- Forstöðumaður hjá Landsbankanum 2009-2015.
- 2009-2012. Forstöðumaður í Endurskipulagningu eigna. Endurskipulagning fjárhags stærri fyrirtækja í viðskiptum við bankann.
- 2012-2015. Framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags bankans, Hömlur fyrirtæki ehf. Eignarhaldsfélag sem heldur utan um eignarhluti bankans í félögum sem ekki tilheyra kjarnastarfssemi bankans.
- Framkvæmdastjóri Iceland Construction ehf. 2015-2017.
- Verktakafyrirtæki í eigu Hamla fyrirtækja ehf. um fyrrum rekstur Ístaks hf. í Noregi og að hluta til á Grænlandi. Bygging virkjana, vega- og jarðgangnagerð. Hjá félaginu störfuðu á bilinu 2-300 starfsmenn. Félagið lýkur starfsemi sinni á árinu 2017.
Stjórnarseta:
- Stjórnarformennska: Ístak hf., (2013-2015), Áltak ehf. (1997-2002), Steypustöðin ehf. (2008-2009), GKS húsgagnaverksmiðja ehf. (1993-2002), Skólavörubúðin ehf. (1999–2002), Lífsval ehf., (2012-2014) Hótel Egilsstaðir ehf. (2013-2014), Miðland ehf. (2014-2015).
- Önnur stjórnarseta: Íslenska útvarpsfélagið hf (Stöð 2) (1995-1997) hf., Steni Holding AS Noregi (2012-2013), Húsasmiðjan ehf. (2012-2018), Björgun ehf. (2009-2010).