Karl Ottó Karlsson 2018-01-22T14:23:32+00:00

Karl Ottó Karlsson

B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Alþjóðlega Viðskiptaskólanum í Kolding í Danmörku. Vélfræðingur frá Vélskóla Íslands

Karl Ottó Karlsson hefur unnið við rekstrar- og stjórnunarstörf síðan 1984. Eftirfarandi eru nokkur þeirra verkefna og starfa sem hann hefur sinnt:

  • Útgerðarstjóri og síðar framkvæmdastjóri útgerðar á Höfn í Hornafirði í níu ár. Starfaði sem útgerðarstjóri Borgeyjar sem rak á þessum árum einn togara og fimm vertíðarbáta (100-200 tonn). Síðar ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Samstöðu sem rak einn togara.
  • Deildarstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands.
  • Deildarstjóri í véladeild Bræðranna Ormsson. Hafði yfirumsjón með varahlutaverslun, innkaupum, sölu og lagerhaldi.
  • Innkaupa- og þjónustustjóri Rekstrarfélags Véla og Þjónustu ehf.
  • Skrifstofustjóri hjá Borgarplasti hf. Sá um fjármál, rekstur skrifstofu og birgðahald.
  • Framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar ehf.
  • Ýmis ráðgjafaverkefni, t.d. á sviði stefnumótunar, verkferlagreiningar, stjórnunar og endurskipulagningar, m.a. fyrir orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, framleiðslufyrirtæki og þjónustufyrirtæki.