Sveinn Tryggvason 2018-01-22T14:33:35+00:00

Sveinn Tryggvason

Sveinn Tryggvason hefur unnið við rekstrarráðgjöf og stjórnun síðan árið 2000 og tekið þátt í fjölmörgum og margþættum stjórnunar- og ráðgjafaverkefnum innanlands sem utan. Eftirfarandi eru nokkur þeirra verkefna og starfa sem hann hefur tekið þátt í:

  • Ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans. Gerð rekstrarlíkans og virðismat. Gerð útboðsgagna (prospectus), fjárfestakynningar og þáttaka í samningaviðræðum.
  • Ráðgjöf vegna stofnunar og fjármögnun FARICE vegna lagningar á nýjum sæstreng.
  • Rekstrarráðgjöf og kostnaðargreining fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
  • Virðismat á stærstu fjarskiptafyrirtækjum landsins.
  • Framkvæmdastjóri yfir Stjórnun viðskiptaferla (e. Business Process Management) hjá Símanum.
  • Forstöðumaður Eignarhluta hjá Símanum með ábyrgð á dóttur og hlutdeildarfélögum.
  • Stjórnarseta í Trackwell, Já, SkjáEinum, Tæknivörum, Anza og fleiri félögum.
  • Fjölbreytt stefnumótunar og skipulagsverkefni sem ráðgjafi, stjórnandi og stjórnarmaður.