Friðrik Friðriksson
Friðrik hefur fjölþættan starfsferil og lengst af starfað við framkvæmdastjórn í fyrirtækjum, m.a. IBM á Íslandi, Skrifstofuvélum Sund og Skjánum ehf. Friðrik hefur einnig unnið við endurskipulagningu fyrirtækja, samruna og sölu þeirra ásamt almennri rekstrarráðgjöf. Þá hefur Friðrik einnig setið í ýmsum stjórnum, meðal annars sem stjórnarformaður CCP hf. og stjórnarformaður MATÍS ohf. Hann var auk þess stjórnarformaður AVS sjóðsins. Friðrik skrifaði úttektarskýrslu um Vaðlaheiðargöngin fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið og er stjórnarformaður Vaðlaheiðargangna hf.
Friðrik hefur lokið viðskiptafræðiprófi Cand Oecon frá Háskóla Íslands, MA prófi í hagfræði frá Virgina Tech og MBA prófi frá sama háskóla.