Jónatan Smári Svavarsson 2023-03-14T16:21:59+00:00

Jónatan Smári Svavarsson

M.Sc. próf í rekstrar- og hagverkfræði og B.Sc. próf í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla. MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Jónatan Svavarsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi síðan 1989. Eftirfarandi eru nokkur þeirra verkefna og starfa sem hann hefur sinnt:

  • Almenn ráðgjöf, áfallastjórnun, stefnumótun, greiningarvinna, mótun og stofnun fyrirtækja.
  • Greining og stuðningur við stjórnendur í Borgarnes Kjötvörum 1999 og 2003.
  • Greining, ráðgjöf og stuðningur við umbreytingu á birgðahaldi og tengingu allra veitna Orkuveitu Reykjavíkur við sameiningu veitufyrirtækja Reykjavíkurborgar og nágrannasveitarfélaga 1999-2001.
  • Greining, ráðgjöf, umbreyting á og rekstur á ljósleiðaraverkefnum, Orkuveitu Reykjavíkur 2003-2006.
  • Greining og aðgerðir í TF-Húsum á Egilsstöðum, lokun á fyrirtæki og flutningur verkefna í samvinnu við VBS Fjárfestingabanka.
  • Ýmis önnur ráðgjafaverkefni, t.d. á sviði stefnumótunar, verkferlagreiningar, stjórnunar og endurskipulagningar, m.a. fyrir orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, framleiðslufyrirtæki og þjónustufyrirtæki.
  • Reykjagarður. Áfallastjórnun og mótun fyrirtækis.
  • Slippstöðin á Akureyri hf. Áfallastjórnun, mótun fyrirtækis og verkefnaöflun.
  • Hýsing hf., stofnun og uppbygging hýsingarstarfsemi.
  • PricewaterhouseCoopers á Íslandi (áður Hagvangur og Coopers & Lybrand). Rekstrarráðgjafi og meðeigandi (partner). Áhersla á stefnumótun, skipulag og virka þátttöku í rekstri fyrirtækja og áfallastjórnun.
  • Kælismiðjan Frost hf., framkvæmdastjórn. Sameining félags með tvær starfsstöðvar og umbreyting þjónustuverkstæðis í tækni- og iðnfyrirtæki.
  • Softis hf., framkvæmdastjórn. Verkefnaöflun.
  • Marel hf., framleiðslustjóri. Mótun, uppbygging og stjórnun framleiðslu fyrirtækis í miklum vexti og hraðri þróun.