Atvinnugreinar 2018-01-12T13:24:49+00:00

Atvinnugreinar

Ráðgjafar Advance beita fræðilegum lausnum og staðlaðri aðferðafræði, sem þeir samþætta við þá hagnýtu þekkingu, sem þeir hafa aflað sér í atvinnulífinu. Með því tryggja þeir að besta aðferðin verði valin til lausnar hverju verkefni.

Sjávarútvegur

Ráðgjafar Advance hafa áralanga starfsreynslu innan íslensks sjávarútvegs, bæði sem stjórnendur og sem ráðgjafar. Þeir hafa í áranna rás unnið með flestum af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, m.a. við hagræðingu, sameiningar, breytingastjórnun og fjármálaráðgjöf.

Fjármálastarfsemi

Ráðgjafar Advance búa yfir umfangsmikilli þekkingu á uppbyggingu og starfsemi fjármálastofnana. Þeir hafa m.a. unnið verkefni til að auka skilvirkni einstakra sviða, skilgreint verkferli og samþætt þau við upplýsingakerfi viðkomandi stofnunar. Einnig hafa þeir reynslu af meðhöndlun útlánaáhættu og úrvinnslu slíkra verkefna.

Verslun og þjónusta

Ráðgjafar Advance hafa mikla reynslu af ráðgjöf til verslunar- og þjónustufyrirtækja, m.a. við gerð viðskiptaáætlana, fjármögnun þeirra og áframhaldandi uppbyggingu, sem og við gerð sérleyfissamninga („franchise“). Auk þess hafa þeir reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja sem starfa við verslun og þjónustu.

Fjarskipta- og samgöngustarfsemi

Hjá Advance er að finna yfirgripsmikla þekkingu á fjarskiptafyrirtækjum. Ráðgjafar Advance hafa reynslu af rekstri slíkra fyrirtækja og þekkingu á allri uppbyggingu þeirra. Þeir eru einnig vel kunnugir starfsumhverfi þeirra, bæði hérlendis sem og á alþjóðlegum vettvangi.

Ráðgjafar Advance hafa unnið við ráðgjöf varðandi samgöngustarfsemi, t.d. við hagkvæmnisathuganir, endurskoðun á skipulagi og stjórnun samgöngufyrirtækja.

Bygginga- og verktakastarfsemi

Ráðgjafar Advance búa yfir þekkingu og reynslu af bygginga- og verktakastarfsemi, allt frá skipulagningu svæða til reksturs. Þeir hafa einnig yfirgripsmikla þekkingu á framkvæmdum og mannvirkjagerð, sem og verkefnastjórnun.

Málm- og skipasmíðar

Ráðgjafar Advance hafa reynslu af fjölbreyttum hagræðingar- og umbreytingarverkefnum innan málm– og skipaiðnaðarins. Þeir búa yfir mikilli þekkingu á framleiðslustýringu og hámörkun framleiðsluferla í framleiðslu- og iðnfyrirtækjum.

Orku- og veitustarfsemi

Ráðgjafar Advance hafa unnið við umbreytingu orkufyrirtækja í samræmi við innleiðingu ákvæða Evrópusambandsins um starfsemi slíkra fyrirtækja; einnig við hagkvæmnisathuganir á virkjunarkostum og viðskiptaáætlanir vegna þeirra.

Opinber stjórnsýsla

Ráðgjafar Advance hafa yfir 30 ára reynslu af endurskipulagningu opinberrar starfsemi, úttektum á opinberum stofnunum og margs konar hagræðingarverkefnum í opinberri stjórnsýslu.

Upplýsingatækni

Ráðgjafar Advance hafa reynslu af rekstri upplýsingatæknifyrirtækja og rekstri upplýsingakerfa í flóknu starfsumhverfi, t.d. hjá fjármála- og fjarskiptafyrirtækjum. Einnig hafa þeir reynslu af verkefnisstjórnun við þarfagreiningu og innleiðingu upplýsingatæknilausna.